GLAMÚR FYRIR ÍSLAND

Óskalisti
No products have been added yet.
Become a KARE Franchiser

Dear customer, if you are a business owner interested in our franchise business please follow the link below.

Visit B2B Website

Um okkur

Fyrirtækið
Kare Design GmbH er leiðandi fyrirtæki á sínu markaðssviði og er í einkaeigu. Það starfar á alþjóðlegum vettvangi í húsgagna-, lýsingar- og innréttingargeiranum. Með slagorðinu „Joy of Living“ (Lífsgleði) kynnir fyrirtækið óhefðbundnar innréttingar undir eigin vörumerki – KARE. Í dag eru meira en 200 verslanir í 50 löndum hluti af KARE fjölskyldunni.

Hlutverk okkar
KARE hjálpar einstaklingum um allan heim að láta persónuleika sinn njóta sín og skapa sér sitt hamingjurými – með því að hanna og bjóða upp á fjölbreytt úrval af einstökum, hvetjandi og gleðilegum vörum, uppsetningum og þjónustu.

Stöðugur vöxtur síðan 1981
Með sífellt nýjum og fjölbreyttum straumum og stefnum í heimainnréttingum hefur þetta meðalstóra fyrirtæki haft öflug áhrif á neytendur, samstarfsaðila í húsgagnaiðnaði, fagkaupendur og rekstrarleyfishafa. KARE vekur athygli á markaðnum með sínu einstaka „innréttingaleikhúsi“, þar sem húsgögn, lýsing og skraut eru sett fram á eftirminnilegan og áhrifaríkan hátt í heillandi innréttingarheimum. Frá stofnun árið 1981 hefur KARE Design GmbH verið í stöðugum vexti, knúið áfram af markvissum sköpunarkrafti og næmi fyrir nýjum mörkuðum. Vöruframboðið telur um 5.000 vörur, og bætist við yfir 2.000 nýjum vörum á hverju ári.

Smásala, heildsala, rekstrarleyfi, faginnréttingar og netverslun
Fyrirtækið hefur sterka stöðu á heimsvísu, með yfir 100 rekstrarleyfisverslanir (franchise) í nærri 50 löndum og um 100 hágæða shop-in-shop verslanir. Auk þess þjónustar KARE hundruð húsgagna- og hönnunarverslana, bæði í Þýskalandi og víðar um heiminn.

KARE rekur einnig eigin verslanir í München, Regensburg og Vínarborg. Þar ber helst að nefna flaggskipið KARE Kraftwerk í München, sem opnaði árið 2014 með 10.000 m² sýningarrými, sérhæft faginnréttingastúdíó og veitingastað með þakverönd – allt staðsett í iðnaðarbyggingu sem er vel þekkt í borginni. Árið 2015 hlaut verslunin viðurkenningu frá þýsku smásölusamtökunum sem ein af „Verslunum ársins“.

Í Þýskalandi selur fyrirtækið einnig vörur sínar í gegnum sína eigin netverslun.

Þátttaka á alþjóðlegum húsgagnasýningum
KARE kynnir vörur sínar og hönnunarheima á helstu húsgagnasýningum heims, þar á meðal Salone del Mobile í Mílanó, Maison & Objet í París, Ambiente í Frankfurt og imm í Köln. Fyrirtækið heldur einnig eigin sýningar fyrir B2B viðskiptavini í 3.000 m² sýningarrými í höfuðstöðvum sínum í Garching-Hochbrück.

Dótturfélag fyrir faginnréttingar
Árið 2016 stofnaði KARE dótturfélagið KARE Objekt GmbH, sem leggur grunn að sérhæfðri þjónustu við faginnréttingar, allt frá veitingastöðum til sveigjanlegra búsetueininga.

 

Samantekt

  • KARE í DAG

  • Eigið verslananet KARE í Munchen, Regensburg og Vínarborg

  • KARE Kraftwerk: margverðlaunuð flaggskipaverslun í München með 10,000 m² sýningarrými og veitingastað

  • Yfir 200 KARE verslanir – rekstrarleyfisverslanir og shop-in-shop – í nær 50 löndum í fjórum heimsálfum

  • Hundruð húsgagnaverslana um allan heim með KARE húsgögn, lýsingu og innréttingahluti

  • Eigið netverslunarkerfi KARE

  • KARE Objekt GmbH – dótturfyrirtæki sem sérhæfir sig í faginnréttingum fyrir fyrirtæki

  • Yfir 1 milljón aðdáenda á samfélagsmiðlum um allan heim

 

Saga Kare

1981
Jürgen Reiter og Peter Schönhofen leggja grunninn að hugmyndafræði KARE: glæsileg hönnun í innréttingum á aðgengilegu verði – með afgerandi snertingu af óhefðbundnum stíl.

1990
KARE kynnir sig í fyrsta sinn fyrir alþjóðlegum markaði á stærstu húsgagnasýningu Þýskalands, imm í Köln.

1994
Með dýrmæta reynslu úr eigin verslunum og velgengni á alþjóðlegum húsgagnamarkaði – auk sterkrar heildsölu – verður grunnur að franchisekerfi Kare lagður. Fyrsta rekstrarleyfisverslunin opnar í Vínarborg: KARE Vienna.

1995
Salone del Mobile í Mílanó: þátttaka KARE á stærstu húsgagnasýningu heims markar tímamót í útrás á alþjóðlega markaði.

2005
Skapandi hugmyndir fá sitt eigið heimili. Fyrirtækið flytur höfuðstöðvar sínar í Garching, norðan München, ásamt 30.000 m² dreifingarmiðstöð. Þar er einnig ‘Redboxx’ sýningarsalurinn (3.000 m²) – vettvangur fyrir allt vöruúrval KARE, viðburði, sýningar og hugmyndavinnu hönnunarteymisins.

2010/11
KARE hefur nú 50 verslunum um allan heim og heldur áfram á farsælli braut með franchisekerfinu.

2012
KARE netverslun opnar í Þýskalandi, með húsgögnum, lýsingu og skrautmunum. Fyrirtækið styrkir fjölrása (multi-channel) stefnu sína með netversluninni.

2014
KARE Kraftwerk opnar í München – margverðlaunuð flaggskipaverslun með 10.000 m² sýningarrými, staðsett í endurnýjaðri rafstöð. Þar er einnig veitingastaðurinn „Küche im Kraftwerk“, með stórri þakverönd og glæsilegu útsýni.

2015
KARE Kraftwerk hlýtur viðurkenningu frá þýsku smásölusamtökunum sem „Verslun ársins 2015“ fyrir frumlega og óhefðbundna hönnun..

2016
KARE fagnar yfir 100 rekstrarleyfisverslunum í nær 50 löndum.

2017
Fyrirtækið fagnar 100 rekstrarleyfisverslunum ásamt 100 shop-in-shop rýmum í húsgagnaverslunum um heim allan.

2018
KARE hefst handa við stafrænt þróunarverkefni:

-Viðbætur og sýndarveruleiki (AR/VR): Room Designer appið er þróað með nýjustu tækni til að veita innblástur og hjálpa við húsgagnaskipulagningu.

-Innréttingaráðgjöf líkt og hjá fagfólki: kynning nýrra 3D hönnunarverkfæra

2019
KARE stígur inn í stafræna framtíð: verslanir og sýningarrými verða fullkomlega kortlögð í háskerpu 3D og opna á töfrandi stafrænar kynningar og sýningar.

2020
KARE var meðal fyrstu alþjóðlegu innréttingamerkja til að kynna blandaðar (hybrid) húsgagnasýningar.